Erfiður útileikur hjá Þór/KA í dag

Fótbolti
Erfiður útileikur hjá Þór/KA í dag
Margrét er klár í slaginn!

Þór/KA sækir firnasterkt lið Selfoss heim í dag Pepsi Max deild kvenna. Liðin eru í 4. og 5. sæti deildarinnar fyrir leikinn en Þór/KA á leik til góða á Selfyssinga og getur með sigri lyft sér upp í 3. sætið, tímabundið hið minnsta.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport en við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs, áfram Þór/KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband