Dregið í Evrópuhappdrætti fótboltans

Fótbolti

Dregið hefur verið í Evrópuhappdrætti knattspyrnudeildar KA en fjórir stórir vinningar voru í húfi. Þeir heppnu geta sótt vinningana upp í afgreiðslu KA-Heimilisins og þökkum við þeim sem lögðu okkur lið með miðakaupum kærlega fyrir stuðninginn.

Vinningur númer 1 - Vinningsmiði 606
Gisting fyrir tvo ásamt morgunverðarhlaðborði á Hótel Höfn í tvær nætur. Bílaleigubíll frá Höldur yfir helgi, gjafabréf í plúsþvott hjá Höldur, Heiðalambalæri og beef jerky pakki frá Kjarnafæði og 10.000 kr inneign hjá N1.

Vinningur númer 2 - Vinningsmiði 553
Gisting fyrir tvo á Hótel Borg, boðskort fyrir tvo í Krauma náttúrulaugar, bílaleigubíll frá Höldur yfir helgi, magnaður grillpakki frá Kjarnafæði og 10.000 kr inneign hjá N1.

Vinningur númer 3 - Vinningsmiði 609
Gisting fyrir tvo á Sel Hótel Mývatn ásamt morgunverðarhlaðborði. Gjafabréf fyrir tvo í Jarðböðin, gjafabréf í plúsþvott hjá Höldur og 10.000 kr inneign hjá N1

Vinningur númer 4 - Vinningsmiði 592
Flug fyrir tvo til Köben hjá Nice Air


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband