Flýtilyklar
Club Brugge - KA kl. 18:00 í kvöld!
10.08.2023
Fótbolti
KA sækir stórlið Club Brugge heim í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA klukkan 18:00 í kvöld á Jan Breydelstadion í Brugge í Belgíu. Það má búast við ansi krefjandi leik en lið Brugge er fornfrægt lið sem fór í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.
Á leið sinni í 16-liða úrslitin skildi Club Brugge eftir afar sterk lið eins og Atlético Madrid og Bayer Leverkusen en ef það er eitthvað sem við íslendingar þekkjum að þá geta ótrúlegir hlutir gerst og strákarnir okkar eru heldur betur klárir í slaginn, áfram KA!
Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og ber að þakka þeim kærlega fyrir frábæra þjónustu í evrópuverkefni okkar KA-manna!