Breki Hólm skrifar undir samning út 2025

Fótbolti
Breki Hólm skrifar undir samning út 2025
Breki handsalar samninginn við þá Hadda og Egil

Breki Hólm Baldursson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA en Breki er gríðarlega öflugur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi félagsins.

Breki sem er 18 ára gamall er afar kraftmikill kantmaður sem var valinn besti leikmaður 2. flokks á nýliðnu sumri. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KA í lokaumferð Bestu deildarinnar er KA vann 1-0 sigur á HK. Breki er áræðinn og fljótur leikmaður og ekki skemmir að hann er með góðan vinstri fót.

Það verður virkilega gaman að fylgjast áfram með framgöngu þessa öfluga kappa og óskum við Breka til hamingju með samninginn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband