Björgvin og Þorvaldur gera sína fyrstu samninga

Fótbolti
Björgvin og Þorvaldur gera sína fyrstu samninga
Björgvin og Þorvaldur ætla sér stóra hluti

Björgvin Máni Bjarnason og Þorvaldur Daði Jónsson skrifuðu á dögunum undir sína fyrstu samninga við knattspyrnudeild KA. Þarna eru á ferðinni tveir gríðarlega efnilegir drengir sem eru uppaldir í félaginu og verður gaman að sjá hvort að þeir nái að brjóta sér leið inn í meistaraflokkslið KA á komandi árum.

Björgvin er fæddur árið 2004 og Þorvaldur árið 2002. Báðir hafa þeir verið valdir í nokkur verkefni hjá yngri landsliðum Íslands og ekki spurning að þeir ætla sér stóra hluti í knattspyrnuheiminum.

Við óskum þeim Björgvini og Þorvaldi til hamingju með samningana og hlökkum til að fylgjast áfram með framgöngu þeirra á vellinum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband