Flýtilyklar
Bikarúrslitaleikur 3. flokks kl. 11:30 í dag
04.10.2020
Fótbolti
Þór/KA/Hamrarnir leika gegn Fylki í bikarúrslitum 3. flokks kvenna klukkan 11:30 á Würth vellinum í Árbænum í dag. Stelpurnar hafa verið frábærar í sumar og ætla sér klárlega að enda tímabilið á bikar!
Stelpurnar okkar enduðu efstar í A-deildinni í sumar en töpuðu undanúrslitaleiknum á Íslandsmótinu á dögunum og eru heldur betur hungraðar í að svara fyrir það. Fylkisliðið endaði í öðru sæti í 2. riðli B-deildarinnar og má búast við krefjandi leik.
Fylkismenn verða með leikinn í beinni og er hægt að fylgjast með leiknum hér, þökkum þeim kærlega fyrir framtakið.