Flýtilyklar
Engir áhorfendur leyfðir á KA-ÍBV
Athugið að vegna Covid-19 stöðunnar verða áhorfendur ekki leyfðir á leik dagsins. Aðeins starfsmenn á leiknum og stjórnarmenn félaganna mega vera viðstaddir. Minnum á að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og því ekkert mál að fylgjast með gangi mála.
KA tekur á móti ÍBV klukkan 17:30 á Greifavelli í dag í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það er klárt að strákarnir eru staðráðnir í að komast í pottinn í næstu umferð.
Gestirnir úr Vestmannaeyjum hafa byrjað sumarið vel í Lengjudeildinni og eru ansi líklegir til að vinna sér aftur sæti í deild þeirra bestu. Það má því búast við hörkuleik í dag og hvetjum við ykkur eindregið til að fylgjast vel með gangi mála á Stöð 2 Sport, áfram KA!