Berglind Baldursdóttir til liðs við Þór/KA

Fótbolti
Berglind Baldursdóttir til liðs við Þór/KA
Berglind er mætt aftur norður! (mynd: Palli Jó)

Stjórn Þórs/KA hefur gert samning við miðjumanninn Berglindi Baldursdóttur sem hefur verið á mála hjá Breiðabliki undanfarin ár. Berglind er fædd árið 2000 og verður því tvítug í ár.

Berglind er fædd og uppalin á Akureyri, lék með KA upp yngri flokkana, en hélt suður yfir heiðar þegar hún kláraði 2. flokkinn og spilaði þá fyrst með Augnabliki í 1. deildinni. Berglind samdi við Breiðablik 2017, en sá samningur rann út síðastliðið haust. Hún var í láni hjá Haukum sumarið 2018. Síðastliðið sumar var hún í leikmannahópi Breiðabliks og kom við sögu í tveimur deildarleikjum. 

Berglind á að baki 31 leik í deilda- og bikarkeppnum, þar af átta í A-deild, 15/4 í B-deild, 6/5 í C-deild og tvo í bikar. Auk þessa 21/3 í deildabikar og öðrum mótum í meistaraflokki. Þá á hún að baki fjóra landsleiki með U19 og U17 landsliðunum.

Berglind mætti á æfingu hjá Þór/KA í gær, spilaði seinni hálfleikinn í  æfingaleik liðsins gegn Gróttu í dag og skrifaði síðan undir tveggja ára samning að leik loknum.

Við bjóðum Berglindi velkomna aftur til Akureyrar og í Þór/KA. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband