Flýtilyklar
Bættu hlaupatæknina og náðu alla leið!
Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu stendur fyrir metnaðarfullu hlaupatækninámskeiði fyrir iðkendur fædd 2005-2008 dagana 8. til 16. október næstkomandi. Þetta er frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla iðkendur til að bæta hlaupatæknina sína og fá öðruvísi nálgun í vegferðinni í að ná alla leið!
Bjarki Gíslason er aðalþjálfari námskeiðsins en Bjarki er með meistaragráðu í íþrótta- og heilsufræði og var í A-landsliði Íslands í frjálsum íþróttum 2008-2018.
Markmið námskeiðsins er að iðkendur tileinki sér betri hlaupatækni með æfingum og leiðsögn öflugs frjálsíþróttaþjálfara. Einnig verða góðar teygjur eftir hverja æfingu.
Námskeiðið eru fimm 90 mín æfingar á tímabilinu 8.-16. október og kostar 7.500 krónur fyrir hvern einstakling. Æft verður í Boganum.
Skráning fer fram á Sportabler og er skráningarfrestur út mánudaginn 5. október. Nánari upplýsingar veitir Alli yfirþjálfari KA í knattspyrnu í netfanginu alli@ka.is.