Ársmiðasalan er hafin fyrir sumarið!

Fótbolti

Fótboltaveisla sumarsins er að hefjast gott fólk og eina vitið að koma sér strax í rétta gírinn með ársmiða á heimaleiki KA í Bestu deildinni. Ballið byrjar þann þann 10. apríl er KR mætir norður á Greifavöllinn.

KA leikur 13-14 heimaleiki í sumar og því eina vitið að gera góðan díl og versla ársmiða fyrir fótboltaveislu sumarsins. Ársmiðasalan fer í gegnum Stubbsappið og er silfurkortið besti díllinn en fyrir aðeins 30.000 kr færðu aðgang á alla heimaleiki KA og með fylgir hamborgari á hverjum leik!

Einnig er hægt að kaupa ársmiða í gegnum vafrann með því að smella á hlekkinn fyrir neðan:

Kaupa ársmiða í Stubb

Bronsmiði - 20.000 kr

Bronsmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Bestu deildinni.

Bronsmiði 16-25 ára - 12.500 kr

Bronsmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Bestu deildinni fyrir 16-25 ára.

Silfurmiði - 30.000 kr

Silfurmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Bestu deildinni.
Silfurmiðinn veitir einnig grillaðan hamborgara á hverjum heimaleik.

Gullmiði - 50.000 kr

Gullmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Bestu deildinni.
Gullmiðinn veitir einnig grillaðan hamborgara á hverjum heimaleik
Fyrir tvo leiki í sumar verður flottur matur og spjall í boði fyrir gullmiðahafa.

Athugið að ef einhverjar spurningar eru varðandi Stubb er hægt að hafa samband við agust@ka.is


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband