Flýtilyklar
9 dagar í fyrsta leik | Komnir / farnir hjá KA
Nú eru ađeins 9 dagar í ađ KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR ţann 10. apríl nćstkomandi.
Hér á heimasíđu KA ćtlum viđ ađ hafa niđurtalningu međ allskonar skemmtiefni ţangađ til ađ fyrsti leikur hefst. Viđ ćtlum ađ rifja upp gamalt efni, ásamt ţví ađ kynnast liđinu okkar fyrir komandi sumar og rýna í hvađ sérfrćđingarnir hafa ađ segja um KA!
Í dag ćtlum viđ ađ fara yfir ţađ hverjir hafa gengiđ til liđs viđ KA frá ţví síđasta sumar og hverjir hafa horfiđ á braut.
Byrjum á ţeim sem eru farnir:
Gaber Dobrovoljc - NK Radomlje í Slóveníu. Gaber kom til liđs viđ KA á miđju tímabili til ţess ađ styrkja vörn liđsins fyrir lokasprettinn. Gaber gekk ágćtlega hjá KA en verđur ţó sennilega minnst fyrir mannsins sem fékk á sig víti gegn FH í undanúrslitum í bikarnum.
Bryan van den Bogaert - C Qyzyljar í Kasakstan. Bryan er öskufljótur vinstri bakvörđur sem lék vel fyrir KA. Hann kom viđ sögu í 22 leikjum hjá KA síđasta sumar og stóđ sig vel.
Elvar Máni Guđmundsson - Stjarnan. Elvar Máni, fćddur áriđ 2006, var í leikmannahópi KA nokkrum sinnum síđasta sumar en ákvađ ađ flytjast búferlum í Garđarbćin ţar sem hann mun leika međ Stjörnunni í sumar.
Á miđju tímabili í fyrra fóru líka ţeir Sebastian Brebels til Belgíu og auđvitađ markakóngur síđasta tímabils, okkar eini sanni Nökkvi Ţeyr sem fór til Beerschot í Belgíu.
Komnir:
Harley Willard frá Ţór - Flottur sóknarmađur sem kemur til KA frá Ţór. Hćgt er ađ smella á nafniđ til ađ sjá ítarlegri umfjöllun.
Birgir Baldvinsson frá Leikni - Öflugur bakvörđur sem uppalinn er hjá KA. Mikill styrkur fyrir félagiđ ađ fá hann aftur heim.
Pćtur Petersen frá Fćreyjum - Gríđarlega flottur sóknarmađur sem hefur skorađ og skorađ fyrir KA á undirbúningstímabilinu. A-landsliđsmađur frá Fćreyjum.
Ingimar Torbjörnsson Stole frá Viking Stavanger - Ungur og efnilegur tengiliđur sem kemur frá Viking. Íslenskur strákur sem er í íslenska U19 ára landsliđinu og mikiđ efni.
Kristoffer Paulsen frá Viking Stavanger - Ungur og efnilegur miđvörđur. Stór og stćđilegur sem kemur á láni til KA frá Viking Stavanger.