13 dagar í fyrsta leik | Svona var sumarið 2016!

Fótbolti

Við höldum áfram niðurtalningunni fyrir fyrsta leik í Bestu deildinni sem er annan í páskum kl. 14:00! Við rifjum upp sumarið 2016. Það eru vonandi allir búnir að tryggja sér ársmiða og taka síðan hádegið 31. mars frá til þess að fá að heyra frá þjálfaranum í KA-heimilinu (nánar um það síðar)

En í þessari niðurtalningu okkar ætlum við bæði að kynnast leikmönnum og þjálfurum betur, ásamt því að rifja upp gömul og góð móment. Þetta er eitt af því. Sumarið 2016 tryggði KA sér sæti í efstu deild, í fyrsta sinn í fjöldamörg ár. Sumarið var frábært og KA vann Inkasso deildina. Ágúst Stefánsson gerði þetta gríðarlega flotta video með helstu tilþrifum sumarsins

KA vann deildina með 16 sigurleikjum, þremur jafnteflum og þremur tapleikjum! KA var með 26 í plús í markatölu og voru gríðarlega góðir á tímabilinu! KA skoraði 42 mörk um sumarið og gerði Elfar Árni Aðalsteinsson þau flest eða 10 talsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband