Flýtilyklar
100 miðar í boði á KA - Stjarnan
29.08.2020
Fótbolti
Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt heimild fyrir áhorfendum á leikjum. Þar sem 100 manna samkomubann er í gildi getum við tekið við 100 áhorfendum í stúkuna á Greifavöll á morgun, sunnudag, þegar KA tekur á móti Stjörnunni klukkan 14:00.
Fyrstur kemur fyrstur fær er í gildi og munum við selja aðgöngumiða á Greifavellinum frá klukkan 11:30 til 13:00 þó afar líklegt sé að þetta takmarkaða magn klárist snemma. Ársmiðahafar geta sýnt ársmiðann til að tryggja sér miða.
Athugið að börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin takmörkunum og geta því komið á völlinn og telja ekki í 100 manna tölunni.