Flýtilyklar
Fréttir
08.01.2018
Afmæliskaffi fór fram í gær | Alexander, Berenika og Karen María fengu Böggubikarinn
Húsfyllir var á afmæliskaffi KA sem fram fór í gær í KA-heimilinu. KA fagnar í dag 90 ára afmæli.
Lesa meira
04.01.2018
Alfreð Gíslason með skilaboð til KA manna
90 ára afmæli KA verður haldið með pompi og prakt í KA-Heimilinu þann 13. janúar næstkomandi. Það er ljóst að þetta verður veisla sem enginn tengdur félaginu vill missa af. Kóngurinn sjálfur, Alfreð Gíslason, er með skýr skilaboð til allra KA manna!
Lesa meira
Almennt - 14:00
Afmæliskaffi KA er á sunnudaginn!
Þrátt fyrir risa-afmælispartý þann 13. janúar þá verður afmæliskaffi KA á sínum stað. Við erum þekkt fyrir glæsilegt veisluborð af kökum og létta og skemmtilega dagskrá.
Hlökkumtil að sjá ykkur sem flest á sunnudaginn 7. janúar kl. 14:00 í KA-heimilinu.
Lesa meira
02.01.2018
90 ára afmæli KA 13. janúar
90 ára afmæli KA verður haldið með pompi og prakt í KA-Heimilinu þann 13. janúar næstkomandi. Það er ljóst að þetta verður veisla sem enginn tengdur félaginu vill missa af. Glæsileg veislumáltíð frá Bautanum verður á boðstólum og þá munu Páll Óskar, Eyþór Ingi, Hamrabandið, Vandræðaskáld, Siggi Gunnars og fleiri halda uppi stuðinu!
Lesa meira
02.01.2018
Stórafmæli í janúar
Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.
Lesa meira
02.01.2018
Tilnefningar til Böggubikarsins
Böggubikarinn, eru tveir farandbikarar, gefnir af Gunnari Níelssyni, Ragnhildi Jósefsdóttur og börnum þeirra til minningar um Sigurbjörgu Nielsdóttur, Böggu, systur Gunnars. Bögga var fædd þann 16. júlí 1958 og lést þann 25. september 2011.
Böggubikarinn skal veittur þeim einstaklingum, pilti og stúlku, sem eru á aldrinum 16- 19 ára og þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi.
Böggubikarinn er afhentur 7. janúar í afmælisfagnaði KA
Lesa meira
22.12.2017
Íþróttamenn deilda tilkynntir
Það er vefsíðu KA sannur heiður að fá að tilkynna um íþróttamenn deilda KA fyrir árið 2017. Þessir þrír íþróttamenn munu svo berjast um að vera útnefndur íþróttamaður KA en það verður tilkynnt á afmæli KA þann 13. janúar næstkomandi.
Lesa meira