Fréttir

Mikill kraftur innan lyftingadeildar KA

Það var ansi stór helgi hjá lyftingadeild KA 25.-26. júní síðastliðinn en gríðarlegur kraftur er innan þessarar nýstofnuðu deildar félgsins. Á laugardeginum hélt deildin dómaranámskeið í KA-Heimilinu en námskeiðið veitti landsdómararéttindi í ólympískum lyftingum og útskrifuðust alls fimm dómarar
Lesa meira

Stórafmæli í júní

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júní innilega til hamingju.
Lesa meira

Íþrótta- og leikjaskóli KA sumarið 2022

Að venju verður KA með Íþrótta og leikjaskóla fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í sumar!
Lesa meira

Kvennakvöld KA/Þórs og Þórs/KA 21. maí

Stjórnir knattspyrnuliðs Þórs/KA og handknattleiksliðs KA/Þórs halda sameiginlegt kvennakvöld á laugardaginn og er miðasala í fullum gangi í KA-Heimilinu og Hamri. Það má reikna með gríðarlegu fjöri og alveg ljóst að þið viljið ekki missa af þessari mögnuðu skemmtun
Lesa meira

Ert þú sjálfboðaliði?

Framundan á næstu vikum eru fjölmörg handtökin á KA-svæðinu við það að ganga frá gervigrasvellinum okkar ásamt því að reisa stúku og gera klárt fyrir það að KA geti spilað heimaleiki sína á KA-svæðinu. KA er ríkt af sjálfboðaliðum og hafa þónokkrir lagt hönd á plóg undanfarnar vikur. Við getum alltaf þegið fleiri hendur og því er spurt, ert þú sjálfboðaliði sem villt aðstoða? Ef svo er, hafðu samband við Sævar, Siguróla eða Ágúst og við bætum þér í grúppuna okkar á Facebook þar sem auglýst er á hverjum degi hvenær og hvar við ætlum að vinna þann daginn!
Lesa meira

Jákvæður fundur með framboðum sveitastjórnakosninga 2022

Stórskemmtilegur hádegisfundur var haldinn í KA-heimilinu í dag þegar fulltrúar framboða til sveitastjórnakosninga á Akureyri mættu til þess að ræða málefni íþrótta og uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri
Lesa meira

Anna Soffía tvöfaldur íslandsmeistari í júdó

Anna Soffía Víkingsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði tvöfalt á íslandsmeistaramóti í júdó um helgina en hún keppir fyrir hönd KA. Anna Soffía kom ákveðin til leiks og sigraði allar sínar glímur á ippon eða fullnaðarsigri á mótinu. Alls hefur Anna Soffía Víkingsdóttir orðið nítján sinnum íslandsmeistari í júdó.
Lesa meira

Alex Cambray keppir á EM í dag

Alex Cambray Orrason keppir á EM í kraftlyftingum klukkan 12:30 í dag í Pilzen í Tékklandi. Alex keppir fyrir Íslands hönd en hann er í lykilhlutverki innan nýstofnaðrar lyftingadeildar KA og verður spennandi að fylgjast með honum á þessum stóra vettvangi
Lesa meira

Stórafmæli í maí

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í maí innilega til hamingju.
Lesa meira

Framkvæmdir hafnar á KA-svæðinu!

Langþráður dagur rann upp í dag á KA-svæðinu þegar framkvæmdir hófust við endurbætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Akureyrarbær sér um og heldur utan um framkvæmdina.
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband