Flýtilyklar
Vel heppnaður Stefnumótunarfundur KA
Aðalstjórn KA stóð fyrir stefnumótunarfundi á laugardaginn þar sem rúmlega 30 félagsmenn í KA mættu og ræddu hin ýmsu mál er varðar framtíð KA. Nýr rekstrarsamningur KA við Akureyrarbæ var kynntur auk þess sem þarfagreining félagsins í náinni framtíð sem og til lengri tíma var rædd.
Allar deildir KA áttu fulltrúa á fundinum auk þess sem nokkrir áhugasamir félagsmenn utan starfs deilda tóku þátt í umræðunum. Nú er svo hafin vinna við að fara yfir það sem kom fram á fundinum og mun aðalstjórn í kjölfarið vinna útfrá niðurstöðunum.
Það er ljóst að þessi fundur er gott merki um kraftinn í félaginu og var mjög jákvætt að sjá hve margir lögðu leið sína á laugardaginn og fá einstaklinga sem koma úr mismunandi áttum innan félagsins til að ræða saman næstu skref hjá félaginu í heild sinni.