Úthlutun ÍSÍ til KA vegna Covid-19

Almennt

Knattspyrnufélag Akureyrar hefur móttekið greiðslu frá ÍSÍ 7.828.531. Greiðslan er hluti af framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa Covid-19. Nánari upplýsingar um úthlutunina má finna á vef Íþrótta og Ólympíusambands Íslands www.isi.is.

Í bréfi ÍSÍ til íþróttafélaganna kemur fram að aðalstjórnum íþróttafélaga sé falið að ráðstafa framlaginu innan síns félags til þeirra deilda/verkefna sem hafa orðið fyrir tjóni vegna Covid-19. Framlagið er ekki styrkur heldur hugsað til að koma til móts við það tjón sem hefur orðið innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Jafnframt er tekið fram að úthlutinin snúi að almennum aðgerðum og að mögulegt verði að sækja um í sértækar aðgerðir ÍSÍ síðar.

Aðalstjórn K.A. hefur samþykkt tillögu formanns félagsins um skiptingu til deilda KA og falið framkvæmdastjóra félagsins að greiða samkvæmt eftirfarandi skiptingu.

Knattspyrnudeild 4.922.700
Handknattleiksdeild 1.631.134
Blakdeild 992.371
Júdódeild 282.325

Virðingarfyllst
Ingvar Gíslason
Formaður K.A.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband