Flýtilyklar
Umfjöllun: Vinnusigur á Selfossi
KA gerði í kvöld góða ferð á Selfoss og lagði heimamenn þar af velli 2-0. Bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Mörkin skoruðu Ásgeir og Hallgrímur.
KA 2 – 0 Selfoss
1 – 0 Ásgeir Sigurgeirsson (’13) Stoðsending: Juraj
2 – 0 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’45) Stoðsending: Ásgeir
Lið KA:
Rajko, Hrannar Björn, Guðmann, Davíð Rúnar, Ívar Örn, Aleksandar, Almarr, Ásgeir, Hallgrímur Mar, Juraj og Elfar Árni.
Bekkur:
Fannar, Baldvin, Halldór Hermann, Ólafur Aron, Pétur Heiðar, Orri og Archange.
Skiptingar:
Hrannar út – Baldvin inn (’40)
Ásgeir út – Halldór inn (’73)
Juraj út - Archie inn (’88)
KA hóf leikinn af krafti og uppskárum við mark eftir aðeins 13. mínútna leik þegar að Juraj átti góðan sprett upp vinstri kantinn og gaf þéttingsfasta sendingu með jörðinni fyrir markið þar sem Ásgeir hafði betur í baráttunni við varnarmenn Selfoss og skoraði fyrsta mark leiksins.
Eftir markið róaðist leikurinn töluvert og var ekki mikið um opinn marktækifæri. Heimamenn í Selfoss fengu hins vegar aragrúa af hornspyrnum og innköstum sem þeir reyndu að gera sér mat úr en uppskáru ekkert.
Það var svo rétt fyrir lok fyrri hálfleiks sem Ásgeir hafði betur í skallabaráttu við varnarmenn Selfyssinga og datt boltinn fyrir Hallgrím Mar fyrir utan teiginn og tók hann varnarmann Selfoss á og skaut síðan laglegu skoti að marki framhjá markverði Selfyssinga. 2-0 fyrir KA í hálfleik.
Síðari hálfleikurinn var vægast sagt tíðindalítill og ekki mikið fyrir augað. KA lá aftur og sóttu ekki mikið en heimamenn í Selfoss náðu lítið að opna vörn okkar og voru þeir aðeins líklegir í föstum leikatriðum.
KA-maður leiksins: Ásgeir Sigurgeirsson (Skoraði fyrsta mark leiksins og skallaði til Grímsa í seinna markinu. Var líflegur í fyrri hálfleik og skoraði þriðja leikinn i röð.)
Næsti leikur KA er á fimmtudaginn eftir viku þegar að Fjarðabyggð kemur í heimsókn til okkar. Leikurinn hefst kl. 19.15 og hvetjum við alla KA menn að fjölmenn á völlinn og styðja við bakið á liðinu. Áfram KA!