Flýtilyklar
Örfréttir KA - 5. mars 2018
Það var góð uppskera hjá meistaraflokkum KA um helgina þrátt fyrir að aðeins hafi verið útileikir í vikunni.
Handbolti
Í handboltanum vann KA góðan útisigur á Stjörnunni U 25-29. Sigurinn var torsóttur en flottur karakter á lokamínútum tryggði 2 mikilvæg stig í toppbaráttu Grill 66 deildarinnar. Áki Egilsnes var markahæstur með 6 mörk og þeir Andri Snær Stefánsson og Sigþór Árni Heimisson gerðu 5 mörk.
Kvennalið KA/Þórs heldur áfram sigurgöngu sinni en stelpurnar unnu 24-32 sigur á FH í Kaplakrika á laugardaginn. Martha Hermannsdóttir var markahæst með 9 mörk og Aldís Ásta Heimisdóttir gerði 6. Liðið er á toppi deildarinnar þegar ein umferð er eftir og er það úrslitaleikur um sigur í deildinni gegn HK.
Blak
Í blakinu gerði KA gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna að velli í Mizunodeild kvenna á föstudaginn 2-3. Var þetta annar sigur liðsins í deildinni en liðin mættust öðru sinni á laugardeginum og tapaðist sá leikur 3-1. Framundan hjá liðinu eru leikir gegn Þrótti Reykjavík í úrslitakeppninni.
Aðrar fréttir
Dagur Gautason skrifaði undir nýjan 2 ára samning við handknattleiksdeild KA í vikunni en Dagur hefur leikið stórt hlutverk með liðinu í vetur og er líka lykilmaður í U-18 landsliði Íslands.
Næstu leikir
Framundan eru ansi stórir leikir en KA/Þór leikur gegn Haukum í undanúrslitum Bikarkeppni HSÍ á fimmtudag. Karlalið KA í blaki er einnig í undanúrslitum Bikarsins og leika á laugardaginn.
Í fótboltanum eru tveir stórleikir í Boganum á sunnudaginn þegar Breiðablik mætir norður. Kvennalið Þórs/KA og Breiðabliks mætast klukkan 15:00 og strax á eftir mætast svo karlalið KA og Breiðabliks.