Flýtilyklar
Örfréttir KA - 12. jan 2017
12.01.2017
Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak
Siguróli Magni Sigurðsson fer yfir það helsta í fréttum hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar í fyrsta örfréttaþætti KA-TV sem má sjá hér fyrir neðan.
Almennt
- Valþór Ingi Karlsson, blakdeild, var kjörinn íþróttamaður KA á afmælishátíðinni í gær. Um 250 manns sóttu okkur heim í tilefni afmælisins sem heppnaðist einu orði sagt frábærlega.
- Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, kynnti í ræðu sinni teikningar af framtíðarsýn KA af félagssvæðinu sem vakti mikla lukku og áhuga hjá afmælisgestum. Teikningarnar hanga til sýnis í fundarsal í KA-heimilinu fyrir þá sem ekki áttu heimagengt í gær og munu þær hanga þar eitthvað áfram.
- Anna Rakel Pétursdóttir og Dagur Gautason hlutu Böggubikarinn, en þetta var í þriðja sinn sem hann var afhentur. Gunnar Níelsson, Ragnhildur Bjög Jósefsdóttir og börn gefa bikarinn í minningu systur Gunnars, Böggu „okkar“ sem vann í KA-heimilinu en lést langt um aldur fram.
- Hrefna skrifaði síðan undir nýjan styrktarsamning við Coca-cola company fyrir hönd KA. Samningurinn gildir til þriggja ára.
- Þorrablót KA verður 4. febrúar. Miðasala hefst fljótlega en það er um að gera að merkja daginn í dagatalinu.
Fótbolti
- KA hóf leik í Kjarnafæðismótinu í fótbolta um helgina. KA teflir fram þremur liðum á mótinu. KA lék gegn Leikni F á laugardaginn og sigraði 8-1. Mörk KA skoruðu: Hrannar Steingrímsson, Ívar Örn Árnason, Elfar Árni Aðalsteinsson, Almarr Ormarsson, Pétur Kristjánsson, Frosti Brynjólfsson, Áki Sölvason og Ólafur Aron Pétursson. Helstu atriði leiksins má sjá með því að smella hér.
- KA 2 lék síðan við KF í gær og þurfti að lúta lægra haldi, 4-2. Áki Sölvason og Brynjar Skjóldal gerðu mörk KA.
- Næstu leikir er sem hér segir: laugardaginn 14. janúar: KA – Magni kl. 15:00 – KA3 – Þór2 kl. 17:00. Sunnudaginn 15. janúar: KA2-Fjarðarbyggð kl. 17:00
- Þá fóru sex KA-krakkar á landsliðsæfingar í desember og stóðu sig vel. Þau voru: Aron Dagur Birnuson og Daníel Hafsteinsson með U19, Hlynur Viðar Sveinsson, Þorsteinn Þorvaldsson og Ottó Björn Óðinsson með U17 og Saga Líf Sigurðardóttir með U17
Handbolti:
- Nú er handboltastarfið að fara á fullt eftir stutt jólafrí. Aðeins einn handboltaleikur var liðna helgi þegar að Akureyri-U gerði jafntefli við ÍR U í Höllinni.
- Fjölmargir leikir eru næstu helgi í KA heimilinu en þá má sjá hér – um að gera að kíkja við og kíkja á flottan handbolta
- Föst 20:15 KA-FH 3. kk
- Laug 13:15 KA-Valur 4. kk
- Laug 14:15 KA-Valur 4. kk
- Laug 16:30 KA/Þór-Stjarnan 4.kvk
- Laug 17:45 KA/Þór-Stjarnan 4. kvk
- Sun 12:15 KA/Þór- Stjarnan 4.kvk
- Þá fer kvennalið KA/Þór suður yfir heiðar um komandi helgi og leikur tvo leiki gegn Víking og Aftureldingu. Mikilvægir leikir þar sem stelpurnar eru í toppbaráttu í 1. deild kvenna.
- Nú eru að fara af stað tækniæfingar hjá handknattleiksdeild í KA-heimilinu á morgnanna, fyrir skóla hjá iðkendum okkar. Þær standa iðkendum til boða frítt en nánar má lesa um það með því að smella hér, frábært framtak hjá handknattleiksdeild.
- Sex stúlkur voru valdar á landsliðsæfingar, sem fram fóru síðustu helgi. Í U15 ára liðinu var Helga María Viðarsdóttir, í U17 liðinu voru þær: Anna Þyrí Halldórsdóttir, Ólöf Marín Hlynsdóttir, Heiðbjört Guðmundsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Í U19 ára liðinu var síðan Ásdís Guðmundsdóttir
Blakdeild
- Hristyian Dimitrov hefur verið við æfingar og keppni með Búlgarska landsliðinu í blaki að undanförnu. Hristyian er einn efnilegasti leikmaður KA um þessar mundir og hefur hann staðið sig vel í keppni með KA í deildinni. Þá var Þórarinn Jónsson einnig á landsliðsæfingum um liðna helgi með U19 ára landsliðinu en þeir stefna til Rúmeníu að taka þátt á móti þar í janúar.
- KA fór ekki ferð til fjár til Neskaupsstaðar um helgina þar sem liðið lék þrjá leiki, tvo karla og einn kvenna.
- Kvennaliðið tapaði 3-0 en Arnrún Eik Guðmundsdóttir var stigahæst hjá KA með 13 stig
- Karlaliðið tapaði 3-1 og 3-0 í tveimur viðureignum. Alexander Arnar Þórisson var stigahæstur með 20 stig í fyrri leiknum en Ævarr Freyr Birgisson skoraði 13 stig fyrir KA í síðari leiknum.
Það var að nógu að taka í þessum pósti en að lokum vill ég minna á áramótaþátt KA-TV þar sem undirritaður og Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri, gerðu upp árið 2016 hjá KA. Þáttinn má sjá með því að smella hér.