Markaveisla í sigri KA á Grindavík

Almennt | Fótbolti
Markaveisla í sigri KA á Grindavík
Mynd - Egill Bjarni Friđjónsson

KA og Grindavík áttust viđ í 21. umferđ Pepsi deildarinnar. Liđin buđu upp á sannkallađa markaveislu og voru alls skoruđ sjö mörk í ćsispennandi leik. Ţar sem KA hafđi betur 4-3.

KA 4 – 3 Grindavík
1 – 0 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’6)
2 – 0 Daníel Hafsteinsson (’15) Stođsending: Hrannar Björn
3 – 0 Sjálfsmark Grindavík (’17) Stođsending: Daníel
3 – 1 Sam Hewson (’20)
3 – 2 Sam Hewson (’30)
4 – 2 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’33)
4 – 3 Sam Hewson (Víti) (’74)

Liđ KA:
Aron Elí, Hrannar Björn, Hallgrímur J, Callum, Milan, Daníel, Bjarni Mark, Hallgrímur Mar, Vladimir, Steinţór Freyr og Elfar Árni.

Bekkur:
Rajko, Hjörvar, Ýmir Már, Archange, Frosti, Áki og Viktor Már.

Skiptingar:
Bjarni Mark út – Archange inn (’59)
Steinţór Freyr út – Ýmir Már inn (’75)
Vladimir út – Hjörvar inn (’86)

KA gerđi eina breytingu frá jafnteflinu gegn Stjörnunni á miđvikudaginn. Hallgrímur Jónassson kom inn fyrir Aleksandar Trnininc.

KA hóf leikinn af miklum krafti og kom fyrsta mark leiksins eftir ađeins sex mínútur ţegar ađ Hallgrímur Mar átti stórkostlegan sprett upp völlinn og lék á varnarmenn Grindavíkur og skrúfađi boltann framhjá Jajalo í marki Grindavíkur og kom KA yfir 1-0.

Nokkrum mínútum síđar átti Hallgrímur skiptingu yfir á hćgri vćnginn hjá KA ţar sem Hrannar Björn lagđi boltann fyrir Daníel Hafsteinsson sem skorađi međ ţrumuskoti í markiđ. Vallargestir voru varla búnir ađ fagna öđru marki KA ţegar ađ Daníel átti laglegan sprett upp völlinn og gaf fyrir markiđ og varđ varnarmađur Grindavíkur fyrir ţví óláni ađ skora sjálfsmark. 3-0 fyrir KA eftir ađeins 17 mínútna leik.

Mörkin héldu áfram ađ koma á fćribandi en nú var komiđ ađ gestunum í Grindavík. Ţá átti Marinó Axel sendingu inn í teig á Sam Hewson sem skorađi framhjá Aroni Elí marki KA og kom Grindavík á bragđiđ.

Tíu mínútum síđar var Sam Hewson aftur ađ verki. Ţá átti Tamburini fyrirgjöf frá vinstri kantinum sem ratađi beint á Hewson sem átti frábćrt viđstöđulaust skot ađ marki sem lá í netinu og stađan skyndilega orđin 3-2 og fimm mörk komin á fyrsta hálftíma leiksins.

Markaveislan í fyrri hálfleik var hins vegar hvergi nćrri hćtt og ađeins ţremur mínútum síđar jók KA aftur forystuna. Ţá var brotiđ á Daníel rétt fyrir utan teig Grindavíkur. Hallgrímur Mar tók spyrnuna og skorađi hann međ mögnuđu skoti framhjá Jajalo og stađan orđinn 4-2.

Eftir fjórđa mark KA róađist leikurinn loksins ađeins og voru síđustu mínútur fyrri hálfleiksins tíđindalitlar og stađan í hálfleik 4-2 fyrir KA.

Síđari hálfleikur var ekki alveg eins fjörlegur og sá fyrri og voru ţađ gestirnir í Grindavík sem voru hćttulegri og áttu nokkrar góđar marktilraunir ađ marki KA en vörn KA stóđst ţađ alltaf af sér.

Ţegar stundarfjórđungur var eftir af leiknum fengu gestirnir í Grindavík vítaspyrnu ţegar ađ Archie braut á Matthíasi Erni leikmanni Grindavíkur innan teigs. Á punktinn fór Sam Hewson og fullkomnađi hann ţrennuna sína fyrir Grindavík og stađan 4-3.

Viđ ţetta lifnađi KA liđiđ aftur til leiks og fór ađ sćkja meira á mark gestana en inn vildi boltinn ekki. Ýmir Már átti besta fćri KA ţegar Hallgrímur Mar og Elfar Árni áttu flottan samleik sem lauk međ ţví ađ boltinn datt fyrir Ými í algjöru dauđafćri en hann skaut rétt framhjá markinu.

Gestirnir í Grindavík náđu ekki jöfnunarmarkinu í lokin og 4-3 sigur KA ţví stađreynd. Liđiđ lék frábćran sóknarleik í dag og var fyrri hálfleikurinn bráđskemmtilegur fyrir áhorfendur og jákvćtt fyrir KA liđiđ ađ sigla inn sigri í síđast heimaleik Túfa međ liđiđ en hann var hylltur af stuđningsmönnum KA ađ leik loknum.

Nivea KA-mađur leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson (Skorađi tvö glćsileg mörk og var allt í öllu í sóknarleik KA í dag. Fyrsta markiđ var einkar glćsilegt og aukaspyrnu markiđ ekki síđra.)

Lokaleikur tímabilsins er nćstkomandi helgi ţegar ađ KA sćkir Breiđablik heim í Kópavoginn. Er sá leikur á laugardaginn og hefst hann kl. 14:00. Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband