Knattspyrnufélag Akureyrar leitar eftir bókara til starfa

Almennt

KA leitar nú að bókara og er umsóknarfrestur til 1. apríl næstkomandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka og skráning reikninga.
  • Færsla á bókhaldi í DK bókhaldskerfið.
  • Afstemming banka, viðskiptamanna og lánadrottna.
  • Launaútreikningur og skil á launatengdum gjöldum.
  • Frágangsvinna til endurskoðenda.
  • Skýrslugerðir í tengslum við bókhald.

Menntunar- og hæfniskröfur.

  • Reynsla af bókhaldsvinnu skilyrði.
  • Þekking á DK-bókhaldskerfinu.
  • Reynsla af launavinnslu.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Skipulögð og markviss vinnubrögð.

Um er að ræða 50-100% starf en nánari upplýsingar um starfið veitir Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA á saevar@ka.is

Umsóknarfrestur er til 1.apríl næstkomandi. 

Umsækjendur eru beðnir um að láta ferilskrá fylgja umsókn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband