Flýtilyklar
KA Podcastið - 3. maí 2018
03.05.2018
Almennt | Fótbolti | Handbolti
Þá er fjórði þátturinn af KA Podcastinu eða Hlaðvarpinu kominn í loftið en að þessu sinni er það Hjalti Hreinsson sem stýrir þættinum ásamt Siguróla Magna Sigurðssyni og fara þeir félagar yfir atburði undanfarinna daga hjá KA.
Í heimsókn koma þeir Stefán Árnason þjálfari KA í handbolta og Haddur Júlíus Stefánsson formaður deildarinnar og ræða veturinn sem endaði á því að KA tryggði sér sæti í deild þeirra bestu.
Í síðari hluta þáttarins koma þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Hrannar Björn Steingrímsson leikmenn knattspyrnuliðs KA og fara yfir fyrstu tvo leiki sumarsins og framhaldið.