Flýtilyklar
KA menn í landsliðsúrtökum
Í dag klukkan 16:00 mun U-20 ára landslið karla spila gegn Póllandi í forkeppni Evrópumeistaramóts U-20.
Í liði U-20 ára á Akureyri einn fulltrúa, Berharð Anton Jónsson. Ef fólk vill fylgjast með leiknum er bent á slóðina:
http://tvsports.pl/ (bein slóð er sennilega http://tvsports.pl/index.php/live)
Bernharð er þó ekki eini KA maðurinn sem er í landsliðsverkefnum þessa helgi.
Í U-18 eru þeir Ásgeir Kristjánsson og Sigþór Gunnar Jónsson. Báðir hafa spilað stórt hlutverk með 3. flokki karla í vetur ásamt því að spila með 2. flokk Akureyrar.
U-16 kemur einnig saman um helgina. Þar á KA þrjá fulltrúa. Þá Dag Gautason, Jónatan Martein Jónsson og Ottó Óðinsson. Allir þrír spila með 4. flokki karla sem meðal annars fór alla leið í bikarúrslitin fyrr á árinu.
Að lokum er það svo U-14 ára landsliðið. Þar á KA þrjá leikmenn einnig. Þá Arnór Ísak Haddsson, Bruno Berndat og Ragnar Hólm Sigurbjörnsson sem spila með tvöföldum Íslandsmeisturum 5. flokks karla.
Það er flottur hópur frá KA í verkefnum um helgina og við óskum þeim innilega til hamingju og ósk um gott gengi.