Flýtilyklar
Íslenska kvennalandsliðið í heimsókn
A-landsliðið kvenna æfðu um helgina á Akureyri undir stjórn Freys Alexanderssonar. Freyr valdi þrjátíu leikmenn í æfingahópinn þar af sex leikmenn sem spila eða hafa spilað fyrir Þór/KA. Þetta eru þær Arna Sif Ásgrímsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Sandra María Jessen, Sandra Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir. Til gamans má einnig geta að Ásta Árnadóttir er sjúkraþjálfari liðsins og hefur því hópurinn sterka tengingu við Akureyri.
Helgin er hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM næsta sumar sem fram fer í Hollandi í júlí. Þar mætum við Frökkum, Sviss og Austurríki. Það er þó ljóst að það verður erfitt fyrir Frey að velja 23 manna lokahóp því við Íslendingar eigum margar frábærar knattspyrnukonur.
Þessi heimsókn gaf yngri iðkendum mikið en stelpurnar kíktu á æfingar hjá 3.-6. fl kvenna hjá KA á laugardaginn ásamt því að gefa sér góðan tíma eftir landsliðsæfinguna að veita eiginhandaáritanir, myndatökur og spjall. Einnig skiptu þær sér niður í hópa og fóru í heimsókn í skóla bæjarins á föstudaginn.
Þetta eru frábærar fyrirmyndir sem eru einbeittar að ná árangri. Það sem er sameiginlegt með þeim að þær leggja hart að sér, æfa mikið og hugsa vel um sig.