Flýtilyklar
Heimasigrar í fyrstu umferð Opna Norðlenska mótsins | Öll úrslit fimmtudagsins
Í opnunarleik mótsins mættust KA og Þór í KA-heimilinu að viðstöddum ríflega 400 áhorfendum. Þór leiddi leikinn í upphafi en KA náði yfirhöndinni 13-12 og þannig stóðu leikar í hálfleik.
KA byrjaði seinni hálfleikinn og náði forskoti sem Þórsarar náðu aldrei að jafna. Lokatölur 23-21 fyrir KA. Strax á eftir leik KA og Þórs tók KA/Þór á móti HK. Stelpurnar okkar áttu frábæran leik og sýndu hvers megnugar þær eru og sigruðu að lokum 37-26.
Í Höllinni áttust Selfoss og Fram við í karlaflokki. Eftir spennandi leik, þar sem Selfoss hafði frumkvæðið náðu Íslandsmeistarar Selfoss að knýja fram sigur, 26-23. Strax á eftir leik þeirra hófst leikur Aftureldingar og Stjörnunnar. Þar höfðu nýliðarnir í Olís deildinni, Afturelding, betur 18-14 eftir leik tveggja varna.
Í dag mætast KA og Selfoss í KA-heimilinu kl. 18:15 og á sama tíma í Höllinni eigast Þór og Fram við í karlaflokki. Klukkan 19:45 leika KA/Þór og Afturelding í KA-heimilinu og á sama tíma í Höllinni spila HK og Stjarnan í kvennaflokki.