Dramatískar lokamínútur í jafntefli gegn KR

Almennt
Dramatískar lokamínútur í jafntefli gegn KR
Mynd - Egill Bjarni Friđjónsson

KA og KR mćttust í dag í 9. umferđ Pepsi Max deildarinnar á Greifavellinum á Akureyri. Leiknum lauk međ markalausu jafntefli en dramatíkin var allsráđandi á lokakafla leiksins.

KA 0 – 0 KR

0 - 0 Guđmundur Steinn Hafsteinsson (’90) Misnotuđ vítaspyrna.

Áhorfendatölur:

844 áhorfendur

Liđ KA:

Kristijan Jajalo, Hrannar Björn, Brynjar Ingi, Mikkel Qvist, Ívar Örn, Rodrigo, Andri Fannar Bjarni, Hallgrímur Mar, Steinţór Freyr og Gunnar Örvar.

Bekkur:

Aron Dagur, Almarr, Ásgeir, Ýmir Már, Jibril Abubakar, Sveinn Margeir og Guđmundur Steinn.

Skiptingar:

Almarr inn – Rodrigo út (’46)

Ásgeir inn – Steinţór Freyr út (’61)

Guđmundur Steinn inn – Gunnar Örvar út (’73)

Sveinn Margeir inn – Bjarni Ađalsteinsson út (’85)

Ýmir Már inn – Hallgrímur Mar út (’85)

Arnar Grétarsson gerđi ţrjár breytingar frá jafnteflinu í Krikanum í síđustu umferđ. Inn í liđiđ komu Andri Fannar, Steinţór Freyr og Gunnar Örvar.

Jafnrćđi var međ liđunum í fyrri hálfleik og átti hvorugt liđiđ skot ađ marki fyrsta hálftíma leiksins en bćđi liđ komust nokkrum sinnum í ágćtis stöđur. Stađan í hálfleik var markalaus í heldur bragđdaufum fyrri hálfleik.

KA hófu seinni hálfleikinn af krafti og voru mun betra liđiđ á fyrstu tuttugu mínútum hálfleiksins. Á 71. mínútu leiksins komust gestirnir nálćgt ţví ađ komast yfir ţegar ađ Jajalo misreiknađi langan bolta frá Kennie Chopart og endađi boltinn hjá Óskari Erni sem gat sett boltann í autt markiđ en skaut himinhátt yfir ţegar ađ hann tók skotiđ í fyrsta á lofti.

Síđustu tíu mínútur leiksins voru heldur betur athyglisverđir og var dramatíkin allsráđandi. Á 83. mínútu barst boltinn inn á teig ţar sem Beitir hitti boltann illa og spyrnti honum beint á Guđmund Stein sem skorađi af stuttu fćri og KA menn ćrđust úr fögnuđi. Dómari leiksins Ívar Orri var hins vegar á öđru máli og í samráđi viđ ađstođardómara sinn dćmdu ţeir rangstöđu sem virđist viđ fyrstu sín vera óskiljanlegur dómur ţar sem ţađ var Beitir sem spyrnti boltanum á Guđmund Stein. Fróđlegt verđur ađ sjá endursýningu af atvikinu ţar sem markiđ virtist fullkomlega löglegt og voru leikmenn KA gríđarlega ósáttir viđ niđurstöđu dómaranna.

KR brunuđu svo fram völlinn og komst Atli Sigurjónsson nálćgt ţví ađ skora en Jajalo varđi vel. Viđ lok venjulegs leiktíma átti varamađurinn Sveinn Margeir góđan sprett inn í teig ţar sem Kennie Chopart braut á honum og vítaspyrna dćmd. Á punktinn steig Guđmundur Steinn en vítaspyrna hans var slök og varđi Beitir í marki KR hana. Ótrúlegum lokamínútum lauk svo eftir 8 mínútna uppbótartíma međ markalausu jafntefli.

KA liđiđ var ógnarsterkt varnarlega í dag og áttu Íslandsmeistarar KR í miklum vandrćđum međ ađ komast í gegnum varnarleik KA í dag. KA spilađi flottan fótbolta í seinni hálfleik og var grátlega nálćgt ţví ađ taka stigin ţrjú. Spilamennska liđsins hefur veriđ jákvćđ upp á síđkastiđ og nćr liđiđ vonandi ađ byggja á ţessu.

Nivea KA-mađur leiksins: Mikkel Qvist (Var feykilega öflugur í vörn KA í dag og vann ófáa skallabolta og hélt sóknarmönnum KR niđri.)

Nćsti leikur KA er á fimmtudaginn í Mjólkurbikarnum ţegar ađ viđ tökum á móti ÍBV á Greifavellinum á Akureyri. Hefst sá leikur kl. 17:30 og vonumst viđ til ađ sjá sem flesta á vellinum. Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband