Callum Williams framlengir við KA

Fótbolti
Callum Williams framlengir við KA
Callum verður áfram hjá KA!

Þær gleðifregnir voru tilkynntar á föstudagsframsögu dagsins að Callum Williams hefði framlengt samningi sínum við KA um eitt ár. Callum sem er 27 ára gamall miðvörður hefur leikið með KA frá árinu 2015. Hann hefur spilað 79 leiki fyrir félagið og gert í þeim alls þrjú mörk.

Callum Williams lék stórkostlega fyrir KA á síðasta tímabili og var valinn besti leikmaður liðsins. Ekki nóg með að hafa leikið frábærlega í vörninni þá skoraði hann þrjú mörk og fagnaði þeim öllum kröftuglega. Auk þess að leika með liðinu þá hefur Callum þjálfað fjölmarga krakka og er ákaflega vel liðinn innan félagsins.

Það eru frábærar fréttir að halda jafn öflugum leikmanni og Callum innan okkar raða en hann hefur bætt sig hvert einasta ár með liðinu og var einn besti leikmaður á síðasta Íslandsmóti.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband