Flýtilyklar
Brynjar Ingi framlengir við KA út 2023
Brynjar Ingi Bjarnason framlengdi í dag samning sinn við Knattspyrnudeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2023. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir enda hefur Brynjar verið frábær í vörn KA í sumar og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Brynjar Ingi er 21 árs gamall og er uppalinn í KA. Hann hefur verið viðloðandi U-21 árs landslið Íslands undanfarin ár og leikið alla leiki KA í sumar, 16 í Pepsi Max deildinni og tvo í Mjólkurbikarnum og gert í þeim tvö mörk. Alls hefur hann leikið 32 meistaraflokksleiki fyrir KA en hann hefur einnig leikið 18 leiki með Magna og einn fyrir Einherja á láni.
Þá hefur Brynjar Ingi hlotið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína í hjarta varnarinnar hjá KA í sumar og hafa erlend lið sýnt áhuga á kappanum. Við óskum Brynjari og Knattspyrnudeild KA til hamingju með samninginn og verður gaman að fylgjast áfram með framvindu þessa öfluga leikmanns á næstu árum.