Bergrós Ásta framlengir um tvö ár

Handbolti
Bergrós Ásta framlengir um tvö ár
Stefán formađur KA/Ţórs og Bergrós Ásta

Bergrós Ásta Guđmundsdóttir skrifađi í dag undir nýjan tveggja ára samning viđ KA/Ţór og er nú samningsbundin liđinu út tímabiliđ 2026-2027. Bergrós sem er uppalin hjá KA/Ţór á framtíđina fyrir sér og afar jákvćtt ađ hún hafi skrifađ undir nýjan samning.

Bergrós Ásta sem er gríđarlega efnilegur leikstjórnandi en hún verđur 18 ára síđar á árinu tekur mikiđ til sín í leikjum, er gríđarlega sterk mađur á móti manni og hefur gott auga fyrir línusendingum. Međ dugnađi og vinnusemi ţá hefur hún tekiđ gríđarlega miklum framförum undanfarin ár og hefur veriđ í lykilhlutverki í meistaraflokksliđi KA/Ţórs undanfarin tvö tímabil.

Á nýliđnu tímabili lék hún alla leiki liđsins er KA/Ţór stóđ uppi sem sigurvegari í Grill66 deildinni og ţađ án ţess ađ tapa leik. Bergrós stýrđi spili liđsins og átti fjölmargar stođsendingar á liđsfélaga sína auk ţess sem hún var nćstmarkahćsti leikmađur liđsins á tímabilinu. Ţá var hún valin efnilegasti leikmađur KA/Ţórs veturinn 2023-2024.

Bergrós er einnig fastamađur í yngrilandsliđum Íslands og var hún var hluti af U-18 landsliđinu sem gerđi góđa hluti á HM í Kína síđasta sumar. Ţađ eru ákaflega jákvćđar fréttir ađ hún sé búin ađ skrifa undir nýjan samning og hlökkum viđ til ađ fylgjast áfram međ henni nćstu árin.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband