Flýtilyklar
Auđur, Sóldís og Ţórhildur í 4. sćti í Fćreyjum
U19 ára landsliđ kvenna í blaki lék á NEVZA móti í Fćreyjum síđustu daga. KA átti ţrjá fulltrúa í hópnum en ţađ eru ţćr Auđur Pétursdóttir, Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir og Ţórhildur Lilja Einarsdóttir.
Íslenska liđiđ lék í riđli međ Svíum og Englendingum en stelpurnar gerđu vel gegn firnasterku liđi Svía en ţurftu á endanum ađ sćtta sig viđ 1-3 tap. Ţess ber ţó ađ geta ađ ţetta var eina hrinan sem sćnska liđiđ tapađi á mótinu en alla ađra leiki sína vann sćnska liđiđ 3-0 og stóđ uppi sem sigurvegari á mótinu.
Stelpurnar sóttu svo 3-1 sigur gegn Englendingum sem tryggđi ţeim leik gegn heimaliđi Fćreyja í 8-liđa úrslitum mótsins. Ţar spiluđu stelpurnar virkilega vel og unnu sannfćrandi 3-0 sigur.
Í undanúrslitum ţurfti íslenska liđiđ ţó ađ sćtta sig viđ 0-3 tap gegn sterku liđi Dana og var ţví niđurstađan ađ stelpurnar léku viđ Noreg í leik um bronsiđ. Leikurinn var gríđarlega jafn og spennandi og fór ađ lokum í oddahrinu sem ţćr norsku unnu og leikinn ţví samtals 2-3.
Niđurstađan ţví 4. sćtiđ hjá íslenska liđinu sem er flottur árangur og ansi flott ađ viđ í KA eigum ţrjá fulltrúa í ţessu sterka liđi Íslands.