Ásdís Guðmunds framlengir um tvö ár

Handbolti
Ásdís Guðmunds framlengir um tvö ár
Ásdís og Sindri handsala samninginn góða

Ásdís Guðmundsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því áfram með Íslandsmeisturunum. Ásdís sem er 23 ára gömul er uppalin hjá KA/Þór og tók ung skrefið upp í meistaraflokk.

Ásdís hefur verið algjör lykilleikmaður í okkar magnaða liði sem varð Íslandsmeistari og Deildarmeistari á nýliðinni leiktíð auk þess að verða Meistari Meistaranna. Hún gerði alls 85 mörk fyrir KA/Þór á síðustu leiktíð og tryggði sér svo sæti í A-landsliðinu með framgöngu sinni þar sem hún stóð heldur betur fyrir sínu.

Það er gríðarlega mikilvægt að halda Ásdísi áfram innan okkar raða og alveg ljóst að við ætlum okkur áfram að vera besta lið landsins. Framundan hjá KA/Þór er titilvörn sem og Evrópukeppni en kvennaliðið okkar hefur aldrei áður tekið þátt í Evrópukeppni og mikil spenna að sjá hver andstæðingur okkar verður þar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband