Aron, Jóhann og Mikael í æfingahóp U16

Fótbolti
Aron, Jóhann og Mikael í æfingahóp U16
Magnaðir fulltrúar KA í hópnum

U16 ára landslið karla í fótbolta kemur saman til æfinga dagana 28.-30. nóvember næstkomandi og á KA alls þrjá fulltrúa í hópnum. Þetta eru þeir Aron Daði Stefánsson, Jóhann Mikael Ingólfsson og Mikael Breki Þórðarson.

Strákarnir urðu bikarmeistarar með 3. flokk í sumar og þá kom Mikael Breki við sögu í þremur leikjum hjá meistaraflokksliði KA á nýliðnu sumri. Þeir Aron og Jóhann voru hluti af meistaraflokksliði Hamranna sem lék í 4. deild í sumar og lék Jóhann tvo leiki í marki liðsins.

Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum. Allir eru þeir gífurlega öflugir og efnilegir og ljóst að það verður ansi gaman að fylgjast með þeim í náinni framtíð.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband