Flýtilyklar
Anna Rakel í A-landsliðið og Karen María í U19
17.02.2020
Fótbolti
Anna Rakel Pétursdóttir var valin í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í Pinatar Cup í byrjun mars en Ísland mætir þar Norður Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Anna Rakel sem leikur í dag með IK Uppsala í Svíþjóð hefur leikið 6 landsleiki fyrir Ísland.
Þá var Karen María Sigurgeirsdóttir valin í U19 ára landslið Íslands sem mun leika æfingaleiki á La Manga á Spáni dagana 5.-9. mars. Þar mun íslenska liðið mæta Sviss, Ítalíu og Þýskalandi. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla undankeppni EM.
Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis í komandi verkefnum.