Andri Fannar framlengir út 2024

Fótbolti

Andri Fannar Stefánsson framlengdi í dag samning sinn við knattspyrnudeild KA út sumarið 2024. Andri sem er 31 árs gamall miðjumaður er uppalinn hjá KA en auk þess að spila með liðinu gegnir hann stóru hlutverki í þjálfun yngriflokka hjá félaginu.

Andri braust ungur inn í lið KA sumarið 2008 þar sem hann sló í gegn en í kjölfarið gekk hann í raðir Valsmanna árið 2010. Þar varð hann tvívegis Íslandsmeistari og tvívegis Bikarmeistari.


Andri Fannar gerði þetta stórkostlega mark í 2-0 sigri á Þór sumarið 2009

Hann sneri aftur heim fyrir sumarið 2019 og hefur leikið með KA síðan en samtals hefur hann nú leikið 139 leiki fyrir félagið í deild og bikar og gert í þeim 12 mörk. Það eru frábærar fréttir að við munum halda Andra áfram innan okkar raða enda gegnir þessu magnaði félagsmaður lykilhlutverki bæði innan og utan vallar í starfi félagsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband