Flýtilyklar
Allan Norðberg til liðs við KA
Handknattleiksdeild KA hefur fengið liðsstyrk og er það Færeyski landsliðsmaðurinn Allan Norðberg. Allan er 24 ára hægri hornamaður sem hefur farið mikinn í Færeysku deildinni undanfarin ár en hann var einmitt markahæsti hægri hornamaður deildarinnar auk þess sem hann var valinn í lið ársins í deildinni.
Allan kemur til KA frá liði StÍF og er koma hans mikið gleðiefni. KA leikur einmitt í deild þeirra bestu á komandi tímabili en í vetur lék liðið án örvhents hornamanns og jákvætt að sjá að það skarð hafi verið fyllt þó að rétthentu leikmennirnir Ólafur Jóhann, Dagur og Andri Snær hafi staðið sig með prýði í vetur.
Samningurinn við Allan er til tveggja ára en fyrir er KA með Færeysku hægri skyttuna Áka Egilsnes sem var einmitt markahæsti leikmaður KA á tímabilinu en Áki skrifaði í vetur undir nýjan tveggja ára samning við KA.