Alex Freyr gengur í raðir KA

Fótbolti
Alex Freyr gengur í raðir KA
Alex og Hallgrímur handsala samninginn góða

Alex Freyr Elísson hefur skrifað undir lánsamning hjá KA og leikur með liðinu út núverandi tímabil. Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda Alex Freyr afar öflugur bakvörður sem mun án efa styrkja okkar öfluga lið.

Alex sem er 25 ára gamall er uppalinn hjá Fram þar sem hann lék 153 meistaraflokksleiki áður en hann gekk í raðir Breiðabliks fyrir núverandi tímabil. Alex er sterkur varnarmaður með mikla hlaupagetu og er einnig óhræddur við að taka virkan þátt í sóknarleiknum.

Alex fylgdist með sigri 2-0 sigri KA liðsins á Connah's Quay Nomads í gær og ferðaðist í kjölfarið norður með strákunum og verður spennandi að sjá hvernig hann kemur inn í hópinn en framundan eru afar mikilvægir leikir í Bestu deildinni, Evrópukeppni sem og sjálfur bikarúrslitaleikurinn.

Bjóðum Alex hjartanlega velkominn í KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband