Flýtilyklar
Æfingaferð - Dagur 6
Það var heldur betur breytt út af vananum í dag, en æfing dagsins var fyrir morgunmat þar sem átti að bruna beint af stað til Valencia eftir æfingu og morgunmat. Ferðin til Valencia er um 250km og því tæplega tveggja og hálfs tíma akstur framundan.
Menn fóru mishratt yfir og einhverjir viltust af leið (hóst undirritaður og ökumaður hóst) og þurftu að snúa við en allir komust á réttan stað á endanum. Þegar komið var til Valencia var enn eitt mollið skoðað og reyndist það þrautinni þyngra að finna bílastæðahús til að leggja inn. Endaði það á að lagt var í húsi listamanna Valencia sem var rétt hjá. Í mollinu sem taldi eflaust á við 100 glerártorg, var um klukkustund eytt þar til haldið var á Mestalla völlinn þar sem Valencia spilar sína heimaleiki.
Eftir seinni æfingu dagsins (sem fólst í að labba upp stigana á Mestalla) blasti við glæsilegur völlur Valencia og stutt í að leikurinn myndi hefjast. Auðvitað voru heimamenn í Valencia okkar menn og voru þeir studdir duglega af KA liðinu. Eftir flottan fyrri hálfleik skoruðu okkar menn undir lok hálfleiksins og allt varð vittlaust á vellinum. Seinni hálfleikurinn var einnig hin fínasta skemmtun þar til nokkrar mínútur voru eftir af leiknum og Sevilla jafnaði. En okkar menn í Valencia, vel studdir af KA mönnum, ætluðu sko heldur betur ekki að gefa Sevilla stig og skoruðu í blálokin. Lokatölur því 2-1 fyrir okkar mönnum í Valencia og ætlaði allt að tryllast á vellinum.
Eftir að hafa skoðað sig um og fylgst með framkvæmd í kringum völlinn eftir að leik lauk var skellt sér á matsölustað, sem og auðvitað smá leiðangur í gegnum mollið aftur fyrir keyrsluna heim. Komu flestir heim á bilinu 23 til miðnættis og hækkaði sektarsjóðurinn vel það kvöldið.
- Þessi mynd tók Callum Williams af hluta af hópnum á Mestalla Stadium -
Þartil á morgun ...