Flýtilyklar
Adam Örn og Sveinn Margeir í U19
25.02.2020
Fótbolti
KA á tvo fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem mun æfa dagana 3.-5. mars næstkomandi. Þetta eru þeir Adam Örn Guðmundsson og Sveinn Margeir Hauksson en báðir hafa þeir leikið stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA á undirbúningstímabilinu.
Þjálfari U19 ára landsliðsins er okkur KA mönnum ansi kunnugur en það er hann Þorvaldur Örlygsson og fara æfingarnar fram í Skessunni í Kaplakrika. Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.