8 fulltrúar í U15 ára landsliðunum

Fótbolti
8 fulltrúar í U15 ára landsliðunum
Stelpurnar eru klárar í slaginn!

U-15 ára landslið Íslands í knattspyrnu munu æfa á næstunni og eigum við alls 8 fulltrúa í úrtökuhópum landsliðanna. Bæði lið munu æfa á Selfossi en stelpurnar munu æfa 29. júní til 2. júlí á meðan strákarnir munu æfa dagana 6.-9. júlí.

Sex stelpur voru valdar úr röðum Þórs/KA en það eru þær Iðunn Gunnarsdóttir, Ísabella Júlía Óskarsdóttir, Hildur Jana Hilmarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Steingerður Snorradóttir og Una Móeiður Hlynsdóttir. Auk þess að vera á fullu með 3. flokki Þórs/KA eru stelpurnar einnig í leikmannahópi Hamranna.

Þá voru tveir strákar valdir úr röðum KA en það eru þeir Ágúst Ívar Árnason og Hákon Orri Hauksson. Lúðvík Gunnarsson er landsliðsþjálfari beggja landsliða og verður gaman að sjá hvort okkar flottu fulltrúar nái ekki að sýna honum sínar bestu hliðar á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband