7 dagar í fyrsta leik | Daníel Hafsteinsson svarar hraðaspurningum: Daft punk í uppáhaldi

Fótbolti

Nú eru aðeins 7 dagar í að KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR þann 10. apríl næstkomandi.

Hér á heimasíðu KA ætlum við að hafa niðurtalningu með allskonar skemmtiefni þangað til að fyrsti leikur hefst. Við ætlum að rifja upp gamalt efni, ásamt því að kynnast liðinu okkar fyrir komandi sumar og rýna í hvað sérfræðingarnir hafa að segja um KA!

Í dag fengum við Daníel Hafsteinsson til þess að svara hraðaspurningum! 

Nafn: Danni
Aldur: 23 ára
Staða: Miðjuðmaður

Uppáhalds matur: Naut og benni

Besta bíómynd allra tíma: Hangover eitt

Lið í enska: Arsenal

Skemmtilegasti liðsfélaginn: Biggi Bald í gír

Leiðinlegasti liðsfélaginn: Hrannar Björn þegar hann fer að röfla um Arsenal

Uppáhalds andstæðingur og afhverju: Þór því ég man ekki eftir að hafa tapað fyrir þeim í svona 5 ár

Hvað borðaru í morgunmat: Voða misjafnt

Hvað ætlaru að gera þegar þú verður stór: Golfa grimmt

Hvað ertu að horfa á Netflix: Ekkert á netflix en inbetweeners þættirnir eru einhvernveginn á repeat

Spilaru tölvuleiki – ef já, hvaða: Ekki sterkur þar

Hvaða liðsfélaga (3) tekuru með þér á eyðieyju og afhverju: Tæki Bigga Bald, Kobba og síðan Bjarna með þeim, hann væri kominn með nóg af hinum tveim eftir smá og myndi gera allt til að sigla okkur heim

Hvernig síma áttu: Iphone

Uppáhalds tónlistarmaður: Daft Punk

Hverjir vinna Eurovision: Sweden

Líklegri til að vinna í gamnislag: Bane eða Bói: Bane myndi rota hann, ekki spurning

Líklegri til að vinna í spurningakeppni: Haddi eða Steini : Held að Steini myndi koma á óvart og landa þessu

Hvað ætlaru að skora mörg í sumar: fleiri en í fyrra, allavegana


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband