Flýtilyklar
2.flokkur KA í A-deild eftir sigur á Þór
KA og Þór mættust í dag í 2.flokki karla í B-deild. Leikurinn fór fram á Þórsvelli að viðstöddum fjölda manns. KA vann leikinn 2-5 í fjörugum leik.
Þór 2 – 5 KA/Dalvík/Reynir/Magni
0 – 1 Brynjar Ingi Bjarnason (’29) Stoðsending: Daníel
0 – 2 Daníel Hafsteinsson (’32) Stoðsending: Áki
1 – 2 Guðni Sigþórsson (Víti) (’38)
1 – 3 Daníel Hafsteinsson (’40) Stoðsending: Frosti
2 – 3 Bjarki Baldursson (’59)
2 – 4 Hjörvar Sigurgeirsson (’62)
2 – 5 Frosti Brynjólfsson (’72) Stoðsending: Áki
Lið KA:
Aron Dagur, Oliver Helgi, Frosti, Andri Snær, Angantýr Máni, Daníel, Hjörvar, Áki, Brynjar Ingi, Tómas Veigar (F) og Bjarni.
Bekkur:
Aron Elí, Brynjar Skjóldal, Patrekur Hafliði, Bjarki Freyr og Stefán Bjarki.
Skiptingar:
Frosti út – Stefán Bjarki inn (’82)
Andri Snær út – Bjarki Freyr inn (’88)
Áki út – Patrekur Hafliði inn (’90)
Fyrir leikinn í dag var mikil spenna. KA sat í 2. sæti B-deildarinnar með 35 stig en Þór í því þriðja með 34 stig og ljóst að liðið sem ynni leikinn færi upp um deild. En tvö efstu sætin í deildinni veita þáttökurétt í A-deildinni að ári. Lið Hauka var nú þegar búið að tryggja sér efsta sæti deildarinnar með 39 stig.
Leikurinn hófst fjörlega í dag og á fjórðu mínútu átti KA skot í stöng eftir barning í teignum eftir góða aukaspyrnu frá Daníel Hafsteinssyni. KA liðið var töluvert meira með boltann í fyrri hálfeik.
Á 29. mínútu leiksins komst KA yfir en þá skoraði Brynjar Ingi með góðum skalla eftir hornspyrnu frá Daníeli. Þremur mínútum síðar bætti KA við marki en þá var Daníel að verki með langskoti fyrir utan teig eftir laglegt samspil með Áka. Frábært spil hjá KA liðinu og staðan 0-2 fyrir KA.
Á 38. mínútu fengu heimamenn í Þór vítaspyrnu eftir brot innan teigs. En dómari leiksins ráðfærði sig við aðstoðardómara leiksins sem var viss í sinni sök. Á punktinn steig Guðni Sigþórsson og skoraði hann af miklu öryggi framhjá Aroni Degi.
KA var hins vegar ekki lengi að svara og tveimur mínútum síðar skoraði Daníel Hafsteinsson eftir magnaðan undirbúning frá Frosta Brynjólfssyni sem lék vörn Þórs grátt áður en hann kom boltanum á Daníel sem gerði vel og kláraði færið að stakri prýði. Staðan 1-3 KA í vil í hálfleik og forystan verðskulduð.
Seinni hálfeikur fór rólega af stað en það voru heimamenn í Þór sem minkuðu muninn eftir langt innkast en þar var að verki Bjarki Baldursson af stuttu færi í teignum og staðan orðin 2-3.
Líkt og í fyrri hálfleik var KA liðið ekki lengi að svara marki heimamanna og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði bakvörðurinn Hjörvar Sigurgeirsson fyrir KA með skoti fyrir utan teig en varnarmönnum Þórs tókst ekki að koma boltanum frá marki. Staðan 2-4 KA í vil.
Á 71. mínútu innsiglaði Frosti Brynjólfsson sigur KA en þá átti Bjarni góða sendingu inn fyrir vörn Þórs á Áka sem gaf á Frosta sem skoraði fyrir opnu marki og KA komið í 2-5 og þannig lauk leiknum.
KA-maður leiksins: Daníel Hafsteinsson (Skoraði tvö lagleg mörk og átti stoðsendingu í fyrsta marki KA. Annars lék allt KA liðið mjög vel í dag og var þetta sigur liðsheildarinnar.)
Úrslitin þýða að KA liðið mun leika í A-deild á næsta ári og óskum við drengjunum til hamingju með árangurinn í sumar og einnig þjálfurum liðsins. Þjálfarar liðsins eru reynsluboltarnir Atli Sveinn Þórarinsson og Steingrímur Örn Eiðsson. KA liðið átti frábært sumar og skoraði langflest mörk allra liða í deildinni og fékk fæst mörk á sig. Áfram KA!