12 dagar í fyrsta leik | Þorri Mar svarar hraðaspurningum: Bói fer of brattur í slaginn

Fótbolti

Nú eru aðeins tvær vikur í að KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR þann 10. apríl næstkomandi.

Hér á heimasíðu KA ætlum við að hafa niðurtalningu með allskonar skemmtiefni þangað til að fyrsti leikur hefst. Við ætlum að rifja upp gamalt efni, ásamt því að kynnast liðinu okkar fyrir komandi sumar og rýna í hvað sérfræðingarnir hafa að segja um KA!

Í dag fengum við Þorra Mar Þórisson til þess að svara nokkrum hraðaspurningum:

Nafn: Þorri Mar Þórisson
Aldur: 23 ára
Staða: Hægri bakvörður

Uppáhalds matur: Þorskur í döðlumauk-dressingu frá Fiskompaní, Með góður salati og bökuðum sætum kartöflum.

Besta bíómynd allra tíma: Villti folinn (Spirit)

Lið í enska: Ekkert- eftir að Ronaldo fór frá Manchester.

Skemmtilegasti liðsfélaginn: Dusan

Leiðinlegasti liðsfélaginn: Enginn. Kannski Björgvin Máni þegar hann dettur í alfa mode

Uppáhalds andstæðingur og afhverju: Breiðablik, þeir eru meistarar frá í fyrra og ég vill vinna þá.

Hvað borðaru í morgunmat: Hafragraut

Hvað ætlaru að gera þegar þú verður stór: Ég ætla reyna að vera besta útgáfan af sjálfum mér.

Hvað ertu að horfa á Netflix: Suits

Spilaru tölvuleiki – ef já, hvaða: Nei spila ekki tölvuleiki

Hvaða liðsfélaga (3) tekuru með þér á eyðieyju og afhverju: Sveinn, Kári og Kristoffer

Sveinn myndi koma með sína verkfræði kunnáttu og finna leið til að komast burtu af eyjunni.

Kári er þarna til að hafa jákvæða og góðu orku, halda móralinum góðum á erfiðum stundum þegar hlutirnir eru ekki alveg fara í réttan farveg.

Kristó er stór og sterkur, gott að hafa hann til að bera þungu hlutina sem Sveinn þarf til að byggja flugvélina sem kemur okkur heim.

Hvernig síma áttu: Iphone

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens

Hverjir vinna Eurovision: Noregur

Draumaland til að fara til í Evrópukeppninni: Suður Ítalía

Líklegri til að vinna í gamnislag: Bane eða Bói: Serbneska reynslan tekur þetta á endanum. Bói fer of brattur í slaginn og Bane notfærir sér þau mistök hans.

Líklegri til að vinna í spurningakeppni: Haddi eða Steini:Haddi tekur hana. Betra að hann góðan til að byrja ekki á bekknum í sumar

Hvað ætlaru að skora mörg í sumar: verð með 3 mörk


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband