Adam Brands Þórarinsson hefur nú ákveðið að hætta þjálfun. Adam hefur verið burðarás júdóíþróttarinnar á Akureyri í fjölmörg ár og þjálfað upp fjölmarga frábæra júdóiðkendur.
Stjórn júdódeildar KA, iðkendur og aðstandendur íþróttarinnar þakka Adam innilega fyrir alla þá vinnu sem hann hefur lagt á sig til að halda júdóinu gangandi á Akureyri.