Kyu-mót í júdó á Akureyri 22. nóvember 2008

Svokallað kyu-mót fer fram í júdósalnum í KA-heimilinu laugardaginn 22. nóvember n.k.  Á kyu-mótum mega aðeins keppa þeir sem eru með lægri gráðu (belti) en 1. kyu (brúnt belti). 
Keppendur á mótinu verða rúmlega 60 og koma frá öllum félögum á landinu. 
Mótið hefst kl. 10:00.