KA dagurinn verður haldinn á laugardaginn!

Hinn árlegi KA dagur fyrir handbolta, júdó og blak verður haldinn n.k. laugardag 17. október. Ýmislegt verður um að vera en meigin tilgangur dagsins er að innheimta æfingagjöld og skrá nýja þáttakendur. Skráning og innheimta hefst kl 10:30 og stendur til 13:30, á þessum tíma verður einnig boðið upp á leiki sem þjálfarar yngriflokka munu sjá um, íþrótta markað með notuðum og nýjum íþróttabúnaði. Einnig verður öllum boðið upp á veitingar, vöflur, kaffi eða safa. Við hvetjum sem flesta að láta sjá sig á laugardaginn! Þess ber að geta að æfingagjöld fyrir yngriflokkastarf knattspyrnudeildar er ekki hægt að greiða á þessum degi. Ef smellt er á lesa meira má lesa um nýtt og spennandi samvinnuverkefni sem allar deildir taka þátt í.

Við minnum einnig á að það er nýtt kortatímabil!

Samvinna

Allar deildir innan raða KA hafa ákveðið að taka höndum saman og bjóða þeim sem þess óska að æfa hjá fleiri en einni deild félagsins, upp á 10% afslátt af æfingagjöldunum. Einnig telja deildirnar sjálfsagt að krakkar æfi fleiri en eina grein og því geti þau sleppt úr æfingum hjá einni deild til að komast að hjá annarri. Þá greiða þau æfingagjald fyrir það hlutfall af æfingum sem þau ætla að stunda og fá afsláttinn. Auðvitað hefur það ekki áhrif á framgang þeirra í greinunum og val í keppnislið þó að ekki sé mætt á allar æfingar viðkomandi deildar vegna þessa. Þá hefur verið ákveðið að bæta við 10% systkinaafslætti milli deilda.