Haustmót JSÍ fór fram um síðustu helgi. KA átti 8 keppendur á mótinu og unnu þeir til 1 gullverðlauna, 3 silfurverðlauna og 1
bronsverðlauna. Frammistaða þeirra var eftirfarandi:

-66 kg. KA átti 3 keppendur í þessum flokki, Bergþór Stein Jónsson, Eyjólf Guðjónsson og Ragnar
Loga Búason. Bergþór átti frábært mót og sigraði eftir hörkukeppni. Það var mál manna að hann hefði
átt eitt af köstum mótsins er hann kastaði mjög sterkum andstæðingi í undanúrslitum. Eyjólfur byrjaði illa og tapaði í
fyrstu umferð en kom sterkur til baka og vann bronsverðlaun. Ragnar fann sig ekki á þessu móti en sýndi þó góða takta inn á
milli.
-73kg: Svanur Hólm Steindórsson og Bjarki Geir Benediktsson voru fulltrúar KA í þessum flokki. Svanur var
óheppinn og meiddist og varð að hætta keppni. Bjarki barðist mjög vel og átti sitt besta mót í fullorðinsflokki en vann þó
ekki til verðlauna.
-81kg: Adam Brands Þótrarinsson var okkar fulltrúi í þessum flokki. Adam létti sig niður í
þennan flokk og það hentar honum greinilega miklu betur því hann glímdi mjög vel og vann til silfurverðlauna.
-90Kg: Þarna var Valbjörn Helgi Viðarsson okkar maður. Hann glímdi af hörku og stóð sig vel og vann til
silfurverðlauna.
-100kg: Ingþór Örn Valdimarsson keppti í fyrsta skipti í þessum flokki en hann þyngdi sig upp um flokk
í sumar. Hann glímdi til úrslita við hinn þaulreynda Þorvald Blöndal (sem er uppalinn KA maður) og réði ekki við reynslu og styrk
Þorvalds og varð því að gera sér silfrið að góðu.
Í heildina var þetta fín frammistaða sem lofar góðu fyrir veturinn.