Frábær árangur júdófólks KA í Danmörku, 3 gull og 3 brons.

Um helgina fór fram í Danmörku alþjóðlegt júdómót fyrir yngri en 20 ára.  KA átti 3 keppendur á þessu móti, þau Bergþór Stein Jónsson, Adam Brands Þórarinsson og Helgu Hansdóttur.  Árangur þeirra var frábær.  Bergþór sigraði í -66kg flokki og hlaut brons í opnum flokki.  Adam sigraði í -81kg flokki og hlaut brons í opnum flokki. Helga sigraði í opnum flokki og hlaut brons í -57kg flokki.