Íslandsmót 11-14 ára fór fram í KA-heimilinu á Akureyri í gær. Keppendur voru frá 6 félögum og var keppt í
bæði einstaklings-og liðakeppni. KA krakkar stóðu sig afar vel og unnu til 9 gullverðlauna, næstir komu vinir okkar í JR með 4 gull en önnur
félög með minna. Í liðakeppni 11-12 ára sigraði KA, en í liðakeppni 13-14 ára sigraði JR.
Í flokki 11-12 ára átti KA 12 keppendur, árangur þeirra varð eftirfarandi:
Berenika Bernat: Gull í -40kg. flokki stúlkna.
Alexander Heiðarsson: Gull í -30kg. flokki drengja, annað árið í röð.
Hinrik Guðjónsson: Silfur í -30kg. flokki drengja.
Eyþór Ernir Pálsson: Gull í -34kg. flokki drengja.
Emil Örn Birnisson: Silfur í -34kg. flokki drengja.
Ragnar Þór Eiríksson: Silfur í -38kg. flokki drengja.
Birgir Arngrímsson: Gull í -42kg. flokki drengja.
Oddur Hrafnkell Daníelsson: Brons í -46kg. flokki drengja.
Kristófer Breki Snæbjörnsson: Silfur í -50kg. flokki drengja.
Nikulás Þór Þorsteinsson: Gull í -55kg. flokki drengja.
Davíð Matthíasson: Gull í -66kg. flokki drengja.
Jóel Örn Óskarsson: Silfur í -73kg. flokki drengja.
Liðakeppnin var gríðarlega spennandi. KA og JR kepptu til úrslita. Þegar ein glíma var eftir var staðan jöfn 2-2 en KA sigraði
síðustu glímuna og varð því Íslandsmeistari í aldursflokki 11-12 ára.
Sveit KA var skipuð eftirtöldum:
Alexander Heiðarsson, Hinrik Guðjónsson, Eyþór Ernir Pálsson, Ragnar Þór Eiríksson, Oddur Hrafnkell Daníelsson, Davíð
Matthíasson og Jóel Örn Óskarsson.
Í flokki 13-14 ára átti KA 5 keppendur, árangur þeirra varð eftirfarandi:
Baldur Bergsveinsson: Gull í -50kg. flokki pilta.
Skafti Hannesson: Silfur í -60 kg. flokki pilta.
Guðmundur Daníelsson: Gull í -73kg. flokki pilta.
Atli Rúnar Arason: 5. sæti í -73kg. flokki pilta.
Hilmar Jórunnarson: Gull í +90kg. flokki pilta.
Í liðakeppninni voru JR-ingar einráðir og sigruðu. KA vantaði létta keppendur til að manna léttustu flokkana og náðu því
ekki að manna sveit, strákarnir eru bara orðnir svo stórir og kraftalegir.
Skipting verðlauna á mótinu varð eftirfarandi (gull-silfur-brons):
1. |
KA |
9 |
5 |
2 |
|
2. |
JR |
4 |
6 |
4 |
|
3. |
UMFN |
2 |
5 |
2 |
|
4. |
JDÁ |
1 |
1 |
0 |
|
4. |
UMFÞ |
1 |
1 |
0 |
|
6. |
UMFS |
1 |
0 |
3 |
|