Feðginin Helga Hansdóttir og Hans Rúnar Snorrason kepptu á Vormóti JSÍ sem fram fór í Reykjavík nú umhelgina.
Helga, sem vanalega keppir í -57kg, færði sig upp um flokk og keppti í -63kg. Hún glímdi afarvel og sigraði alla sína andstæðinga og
stóð því upp með gullverðlaun.
Frammistaða Helgu í vetur er búin að vera mjög glæsileg. Hún sigraði á Kyu-móti JSÍ, Afmælismóti JSÍ,
bæði í 15-16 ára flokki og fullorðinsflokki, og hún er Íslandsmeistari í 15-16 ára flokki. Íslandsmót fullorðinna
verður í lok apríl og þar á Helga mjög góða möguleika á sigri. Í sumar mun Helga keppa á Olympíuleikum
æskunnar og Norðurlandamóti 15-16 ára.
Faðir Helgu, Hans Rúnar Snorrason keppti einnig á Vormótinu. Hann keppti í -73kg. flokki og vann til bronsverðlauna. Hans Rúnar er orðinn 36
ára en er engu að síður í hópi bestu júdómanna landsins.